Hjólreiðahópur Almenningsíþróttadeildar Víkings
21. maí 2013
Almenningsíþróttadeild Víkings hefur stofnað Hjólreiðahóp innan sinna vébanda. Hópurinn er ætlaður almenningi sem hefur áhuga á að auka færni og þrek á hjóli. Allir eru velkomnir á æfingar og eru þær einstaklingsmiðaðar þannig að fólk hjólar á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.
Æfingarnar eru á fimmtudögum kl. 18:00 og hefjast við Víkingsheimilið, Traðarlandi 1. Fram til 6. júní kostar ekkert að koma á æfingar og er fólk hvatt til að kíkja á æfingu og prófa.
Nánari upplýsingar um hjólreiðahópinn og Almenningsíþróttadeild Víkings er að finna hér.