Hjól og hjálmar
16. maí 2013
Á vef Pressunar í gær birtist bloggfærsla eftir Vilhjálm Ara Arason undir yfirskriftinni "Hjól og hjálmar". Í færslunni talar hann meðal annars um mikilvægi þess að hjólin séu yfirfarin eftir veturinn, hjólreiðamenn fari varlega í umferðinni og að ökumenn bifreiða sýni hjólandi tillitsemi og þolinmæði. Aðal umræðuefni færslunnar er hinsvegar hjálmanotkun þar sem hann fer meðal annars yfir það öryggi sem hjálmurinn getur veitt og vísar í tölur yfir reiðhjólaslys frá Slysa- og bráðamóttöku LSH.
Þeir sem hafa áhuga á að lesa færsluna geta smellt hér.