Til að skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna er smellt á gula kassann í hægra horninu efst á síðunni. Þeir sem eiga aðgang síðan í fyrra eða síðan í Lífshlaupinu velja Innskráning en aðrir velja Nýskráning. Athugið að aðgangur að Lífshlaupinu virkar líka á Hjólað í vinnuna.
Einnig er hægt er að velja um að nota facebook aðganginn til að skrá sig inn eða til að nýskrá sig.
Fyrir þá sem eru með Facebook mælum við með að nota það, einfalt og þægilegt.
Kerfið leiðir ykkur svo í gegnum skráningarferlið.
ATH! vinnustaðir innan sveitarfélaga geta ekki haft sömu kennitölu og sveitarfélagið (skólar, skrifstofur, leikskólar).
Til að vinnustaðurinn skráist sem sér vinnustaður og í réttan flokk, verður liðsstjóri að "lána sína kennitölu" annars skráist vinnustaðurinn ekki í sér flokk heldur sem lið með öðrum vinnustöðum undir kennitölu sveitarfélagsins. Kennitalan er aðeins notuð til þess að aðgreina vinnustaði og kemur bara fram hjá umsjónarmönnum verkefnisins.
Hér fyrir neðan má nálgast ítarlegri leiðbeiningar um skráningu.