Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2025 fer fram miðvikudaginn 7. maí, kl. 08:30 í Ráðhúsinu í Reykjavík, Tjarnarsal
Að setningu lokinni er átakið formlega hjólað af stað.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá viðburði sem eru í gangi á vegum Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á meðan að Hjólað í vinnuna fer fram.
Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þeim og skoða hvað er á döfinni. En einnig er gaman að skoða myndasafnið, myndböndin og lesa reynslusögurnar sem við höfum fengið sendar í gegnum árin.
Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2025 fer fram miðvikudaginn 7. maí, kl. 08:30 í Ráðhúsinu í Reykjavík, Tjarnarsal
Að setningu lokinni er átakið formlega hjólað af stað.
Lokahátíð og verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2025 fer fram mánudagur 2. júní kl. 12:10 - 12:45, í C og D sal, 4. hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.
Í vinnustaðakeppninni verður þremur efstu vinnustöðunum í öllum vinnustaðaflokkum veitt verðlaun fyrir hlutfall daga og í kílómetrakeppninni fá þrjú efstu liðin verðlaun fyrir flesta kílómetra og hlutfall kílómetra miðað við fjölda liðsmanna í liðinu.
.