Alls voru 376 (470) vinnustaðir sem skráðu 896 (1089) lið til leiks með 5392 (6824) liðsmenn og 327 (417) lið skráðu sig til leiks í kílómetrakeppnina.
Alls voru hjólaðir 405.978 km eða 303,20 hringir í kringum landið. Við það spöruðust tæp 61 þúsund tonn af útblæstri CO2, og rúmlega 36 þúsund lítrar af eldsneyti sem gera sparnað upp á rúmar 7 milljónir króna. Brenndar voru um 26 miljónir kaloría sé þessi vegalengd gengin en 13,7 milljónir kaloría sé þessi vegalengd hjóluð, sé miðað við 80 kg mann sem ekur á fólksbíl.
Ferðamáti var í 89% (86,7%) á hjóli, 6,4% (7,9%) gangandi, 3,5% (4,2%) strætó/gengið 0,6% (0,6%) hlaup, strætó/hjólað 0,4% og annað 0,1%
Hér að neðan má sjá úrslit í vinnustaðakeppni Hjólað í vinnuna 2016, bæði í vinnustaðakeppninni og kílómetrakeppninni.