• Samgöngustofa - reiðhjól
  • Virkur ferðamáti
    Leyfilegt er að nýta allan virkan ferðamáta í Hjólað í vinnuna:
    • Hjólreiðar (líka rafmagnsreiðhjól þar sem þarf að stíga með)
    • Ganga
    • Hlaup
    • Línuskautar, hjólabretti
    • Almenningssamgöngur/Rafhlaupahjól (þá er skráð sú vegalengd sem gengin er eða hjóluð til og frá stoppustöð)
    • Annað sem felur í sér virkan ferðamáta 

    Af hverju virkur ferðamáti

    Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu eða hjólreiðar. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Virkur ferðamáti minnkar bílaumferð, bætir loftgæði, minnkar útgjöld einstaklinga og samfélagsins, stuðla að betri hegðun í umferðinni og aukinni umhverfismeðvitund. Síðast en ekki síst er grunnurinn lagður að heilsusamlegum ferðavenjum í framtíðinni.

    Tekið af vef Embætti landlæknis 

  • Fræðslubæklingar ÍSÍ

    Á undan förnum árum hefur ÍSÍ gefið út  fræðslu- og hvatningabæklinga sem hefur verið dreift ókeypis um land allt. Bæklingarnir eru gefnir út sem hvatning til fólks um að stunda reglulega líkamsrækt. Þar er að finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar um almenningsíþróttir t.d. hvernig á að byrja að stunda viðkomandi íþrótt, tillögur að æfingum og dæmi um teygjur. Í bæklingunum er að finna margar góðar myndir.

    Fræðslubæklinga ÍSÍ á pdf formi:

    Hjólreiðar

    Stafganga

    Hlaup

    Sund

    Kraftganga

    Líkamsæfingar fyrir fólk á besta aldri 

    Hér má nálgast alla fræðslubæklinga sem ÍSÍ hefur gefið út. 

  • Hjólamót

    Inn á heimasíðu Hjólreiðasambands Íslands má finna yfirlit yfir hinar ýmsu hjólreiðakeppnir sem haldnar eru.

  • Hjólreiðafélög
  • Göngu- og hjólastígakort

    Á korterskortinu má sjá þær vegalengdir sem hægt er að fara frá þungamiðju Reykjavíkur á 15 mínútum. Hægt er að sjá kortið hér.

     

    Á borgarvefsjá má mæla út vegalengdir og á ja.is er að finna kortavef sem nær yfir allt landið.

    Hér er kort sem sýnir góðar göngu og hjólaleiðir í höfuðborginni og hér er kort á landsvísu.

    Hér er hægt að skoða hjólakort fyrir allt landið, en þetta kort er þannig aðnotendur geta sjálfir bætt inn stígum og tengingum. Kortið er í þróun.

    Hér er annað kort þar sem hægt er að mæla vegalengdir á.

    Hér eru tengingar í korterskort í mörgum sveitarfélögum landsins.

  • Öryggisbúnaður reiðhjólamanna

    Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af heimasíðu Samgöngustofu

    Öryggisbúnaður reiðhjóla

     
    • Bremsur í lagi á fram og afturhjóli
    • Bjalla - ekki má nota annan hljóðmerkjabúnað
    • Ljós að framan - hvítt eða gult (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni)
    • Rautt ljós að aftan (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni)
    • Þrístrennd glitaugu - rautt að aftan og hvítt að framan
    • Keðjuhlíf - til varnar því að fatnaður festist í keðjunni
    • Teinaglit í teinum
    • Glitaugu á fótstigum
    • Lás

    Leggja ætti áherslu á að nota einnig:

    • Hjólvara (bílafælu) - viðvörunarstöng með endurskini sem hægt er að beina út frá hjólinu
    • Standara

    Reiðhjólahjálmur

    - Hvaða gagn er að hjólreiðahjálmum?
    Höfuðmeiðsleru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. Notkunhlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slysin en dregur úr alvarleikaþeirra og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur geturgreint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots og jafnvel lífs ogdauða. Sérstaklega er mikilvægt að börn noti hlífðarhjálm við hjólreiðarenda eru höfuð þeirra minni og viðkvæmari en þeirra sem eldri eru.

    Veljið hjálm af kostgæfni. Góður hjálmur uppfyllir þessar kröfur:

     

    • er prófaður af viðurkenndri stofnun og merktur með CE-merki
    • verndar enni, hnakka, gagnaugu og koll
    • passar vel, situr þétt á höfðinu, rennur ekki aftur á hnakka
    • hindrar hvorki sjón né dregur úr heyrn
    • er mjúkur næst höfðinu
    • er léttur og með loftopum
    • er með stillanlegt hökuband og spennu sem auðvelt er að opna og loka. Spennan á að vera til hliðar en ekki undir hökunni.
    • er auðveldur í notkun og létt að þrífa.

    Rétt notkun getur skipt sköpum:

     

    • hjálmurinn skal sitja rétt, - ekki of aftarlega
    • hjálmurinn skal sitja þétt svo hann hvorki detti af né skekkist þegar á reynir
    • böndin eiga að vera rétt stillt. Aftara bandið skal stillt á móti fremra bandi, þannig að eyrað lendi í miðju V-forminu sem böndin mynda.
    • hvorki má líma merki á hjálminn né mála hann, þá getur höggþolið minnkað
    • hjálminn má aðeins hreinsa með vatni og sápu, - ekki með uppleysandi efnum, ss. þynni, bensíni o.s.frv.
    • hjálminn á ekki að nota í leiktækjum.

     

      Hér má finna sáttmála sem  Atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

      Mega hjólreiðamenn hjóla á gangstéttum?

      Samkvæmt umferðarlögum er heimilt að hjóla á gangstétt og gangstíg,enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum.Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandivegfarendum. Þegar nauðsynlegt er að koma í veg fyrir hættu skalhjólreiðamaður gefa hljóðmerki. Sums staðar er notkun reiðhjóla bönnuð ágangstéttum og er þá vakin athygli á því með viðeigandi skiltum.

      Með því að smella hér má sjá þrjár myndir sem Samgöngustofa hefur látið gera um öryggi hjólreiðamanna út frá sjónarhóli ökumanns, gangandi vegfaranda og hjólandi vegfaranda.

       

       

    • Reiðhjólabændur
    • Reiknivél Orkusetursins

      Inn á vef Orkusetursins má finna nokkrar samgöngureiknivélar og ein þeirra er um göngu og hjól. 

      Smellið hér til að reikna út hvað þið sparið við að nota virkan ferðamáta. 


    • Hjólað í vinnuna í öðrum löndum

      Vi cykler til arbejde - Danmörk
      Sykle til Jobben - Noregur

      Bike2work - mörg lönd

       

    • Kostir hjólreiða
      • Hjólreiðar til og frá vinnu og skóla er frábær leið til að ná daglegum skammti af hreyfing sem Embætti landlæknis mælir með eða um 30 mínútur á dag fyrir fullorðna og 60 mínútur á dag fyrir börn.                              
      • Hjólreiðar spyrna við hreyfingarleysi og offitu.
      • Daglegar hjólreiðar lækka tíðni vöðva- og liðamótasjúkdóma, krabbameins, kransæðasjúkdóma, sykursýkis og þunglyndis, og lengir lífið um mörg ár.
      • Hjólreiðar geta sparað einstaklingum, vinnustöðum og samfélaginu verulegar fjárhæðir vegna lægri tíðni alvarlegra sjúkdóma, slysa og fækkunar veikindadaga. Auk þess að lækka eldsneytiskostnað, bílastæðagjöld o.fl.
      • Reiðhjól eru mun ódýrara í rekstri en til dæmis einkabíll númer tvö.
      • Minni olíuþorsti dregur úr viðskiptahalla og olíustríðum.
      • Engin loftmengun, hverfandi hávaðamengun og reiðhjól krefjast mun minna pláss.
      • Hjólreiðamenn anda að sér minni mengun en bílstjórar, jafnvel á akbrautum (skv. ESB rannsókn).
      • Með aukinni hjólreiðaiðkun mun umferðarþungi á akbrautum minnka og bílaumferð verður greiðari.
      • Í Kaupmannahöfn hjóla rúmlega 30% í vinnu –  og svipað margir í Oulu í norður Finnlandi. Þetta er gerlegt.
      • Útsýnið frá hjólinu er frábært. Við þurfum heldur ekki finna stærðarinnar stæði til að stoppa og spjalla.
      • Auknar hjólreiðar gera samfélagið okkar skemmtilegra, fallegra, rólegra og barnvænna.

    • Hjólafærni

      Fyrirlestrar og námskeið

      1. Ástandsvottun Dr. Bæk.
      Dr. Bæk mætir meðfarandskoðunarstöðina sína og ástandsskoðar hjólin. Pumpar, smyr ogskoðar bremsur og gíra. Hvert hjól fær sitt ástandsvottorð. Líka gotttækifæri til þess að spyrja hin ráðagóða doktor. Vinsælt fyrirvinnustaði og vorhátíðir alls konar.

      2. Leiðsögn Dr. Bæk.
      Dr. Bæk mætir með tæki ogtól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins með sýnikennslu ogóformlegum fyrirlestri við hjólið. Sýndar eru þrif og stillingar ástelli, bremsum og gírum og spurningum svarað. Þátttakendur geta mættmeð sín eigin hjól og geta fengið leiðsögn í að gera hlutina sjálfir eðaþá ástandsvottorð um heilsu hjólsins frá doktornum.

      3. Fyrirlestur um samgönguhjólreiðar.
      Um 45 mín.hádegisfyrirlestur um samgönguhjólreiðar og hindurvitni hjólreiða,samvinnu í umferðinni, hjólaleiðir, aðbúnað fyrir hjól og fjölbreytni ísamgöngum.

      4. Hjólum og verum klár.
      Fyrirlestur umsamgönguhjólreiðar og námskeið í hjólaviðgerðum á eftir; sprungið dekk,bremsur og gírar. Ein kvöldstund sem hefst með fyrirlestri. Síðan erkaffi og loks sýna tveir fagmenn og kenna dekkjaviðgerðir og einfaltviðhald á bremsum og gírum.

      5. Kennsla í samgönguhjólreiðum á vettvangi.
      Fámenneinkakennsla, 2 – 4 í hóp, þar sem hjólað er undir leiðsögnhjólafærnikennara á stígum og á götum. Kennsla í samgönguhjólreiðumhentar öllum sem vilja auka öryggi sitt á hjólinu og í umferðinni.Hentar vinnustöðum, fjölskyldum og vinahópum.

      6. Læra að hjóla.
      Hjólafærni kennir hjólreiðar frá grunni börnum og fullorðnum. Það geta allir lært að hjóla. Kennsla er samkvæmt samkomulagi. Fámenn einkakennsla, 1-2 í hóp, þar sem kennt er að hjóla í þægilegu umhverfi.

      Allar nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir s: 864-2776.

      Heimasíða: www.hjolafaerni.is

    • Umferðaröryggi hjólreiðamanna

      Leiðbeiningar LHM fyrir hjólandi á stígum og gangstéttum með blandaðri umferð

      1. Sýnum öðrum ávallt tillitsemi og aðgát.
      2. Gangandi vegfarendur hafa forgang.
      3. Stillum hraðanum í hóf á stígunum þeir eru oftast hannaðir fyrir hæga gangandi umferð með blindhornum og kröppum beygjum.
      4. Höfum almennt í huga hægri regluna - höldum okkur til hægri og förum framúr vinstra megin.
      5. Förum varlega framúr öðrum og gefum tímanlega kurteislegt hljóðmerki með bjöllu.
      6. Víkjum til hægri fyrir þeim sem vilja komast framúr þegar það er öruggt.
      7. Högum hraða ávallt miðað við aðstæður og sýn fram á stíg.
      8. Notum góð ljós þegar rökkvar og gætum þess að vera sýnileg.
      9. Lítum aftur og gætum að umferð og gefum skýr merki með höndum ef við á áður en við beygjum, breytum stöðu á stíg eða hægjum á ferð.
      10. Veitum ökutækjum sérstaka aðgát þegar stígur liggur yfir götu.

      Leiðbeiningar LHM fyrir hjólandi á götum með 50 km hraða eða minna.

      1. Fylgjum ávallt umferðarlögum. Sýnum öðrum ávallt tillitsemi og aðgát. Notum góð ljós þegar rökkvar og gætum þess að vera sýnileg.
      2. Höldum okkur að lágmarki um 1 metra frá hægri kanti eða kyrrstæðum bifreiðum.
      3. Fylgjum umferðarstraumnum og breytum ekki um stefnu öðrum að óvörum.
      4. Gefum skýr merki með höndum ef við á áður en við beygjum, breytum stöðu á akrein eða hægjum á ferð.
      5. Við eftirfarandi aðstæður ætti hjólandi við flestar kringumstæður að taka víkjandi stöðu á akbraut, sem er um 1 metra hægra megin við umferðarstraum en varla nær akbrautarbrún en um 1 meter:
      • þegar nægilegt pláss er fyrir akstur bíls og reiðhjóls hlið við hlið,
      • þegar langt er milli gatnamóta eða innkeyrslna,
      • til að hleypa bílum framúr.
      6. Við eftirfarandi kringumstæður ættu hjólandi þó að taka ríkjandi stöðu á miðri akrein:
      • þegar ekki er nægilegt pláss fyrir bíl að fara framúr, s.s. í þrengingum,
      • við gatnamót, í beygjum og í hringtorgum,
      • þegar farið er framhjá bílum sem gætu óvænt ekið í veg fyrir hjólandi svo sem við innkeyrslur og bílastæði.
      7. Lítum aftur og gætum að umferð áður en:
      • ríkjandi staða er tekin á akrein,
      • áður en skipt er um akrein,
      • áður en beygt er til vinstri eða hægri.
      8. Fara skal fram úr vinstra megin að öllu jöfnu. Reiðhjólum er leyfilegt að fara framúr vélknúnum ökutækjum hægra megin en það þarf að gerast með varúð.
      9. Gæta skal að löngum ökutækjum, varasamt er að vera hægra megin við þau ef mögulegt er að þau beygi til hægri.
      10. Hjólandi á akbraut ber að veita umferð gangandi og hjólandi forgang á gangstétt eða gangstíg.

      LHM vefsíða
    • Farið af stað

      Hnakkhæð og staða.

      Auðveldast er að stilla hæðina á hnakknum með því að setjast á hann og styðja sig upp við vegg.
      Þegar fótleggirnir eru alveg beinir átt þú að geta hvílt hælana á fótstigunum í neðstu stöðu.

      Stöðuna er einnig hægt að skoða á meðan þú situr á hjólinu. Stilltufótstigið lárétt og leggðu fótinn á það. Haltu snæri með hangandi lóðiupp að hnénu framanverðu. Lóðið á koma niður nákvæmlega á miðjufótstigsins og ef það gerir það er staða þín rétt, ella þarf að færahnakkinn fram eða til baka þar til rétt staða næst. Þegar maður hjólaraftur á móti er best að vera með petalinn undir tábergi.

      Nánari upplýsingar eru að finna hér  með teikningum hjá ÍFHK.

      Taktur og ákefð

      Eitt af markmiðum meðhjólaþjálfun er að þjálfa hjarta- og æðakerfið, þ.e.a.s. úthaldsþjálfun.Þess vegna er mikilvægt að snúa fótstigunum eins hratt og þú getur(þ.e. sá fjöldi hringja sem fótstigið fer á mínútu) sem skilar þér þvíað þú getur hjólað lengra án þess að  verða þreytt/-ur í fótunum. Margirhafa hjólið þannig „gírað” þegar þeir hjóla að fótstigin fara 60 hringieða færri á mínútu. Það er of lítið. Það er hins vegar mælt með því aðþú hjólir frekar í lágum gír og haldir þannig hraða að fótstigin fari um80 –100 hringi á mínútu. Þetta  þýðir ekki að þú farir hraðar heldur aðþú þurfir að snúa hraðar til að halda sama hraða og þú myndir annarsgera með 60 hringjum á mínútu. Í byrjun mun þetta reynast þér erfitt, ensmá saman uppgötvar þú að þú getur hjólað miklu lengra án þess að verðaþreytt/ur um leið og þú styrkist. Aukinn snúningshraði minnkarjafnframt líkur á álagsmeiðslum í hnjám.