Spurning dagsins 9. maí 2012
Spurning: Hversu oft hefur þú tekið þátt í Hjólað í vinnuna 2012.

Alls voru 466 sem svöruðu og má sjá á myndinni hérna fyrir neðan hvernig svörin skiptust. Meira en helmingur svarenda er að taka þátt í fyrsta, annað eða þriðja skiptið.








Spurning dagsins 10. maí 2012
Spurning: Tekur þú fullt tillit til gangandi vegfarenda á blönduðum stígum?

Alls voru 338 sem svöruðu og skiptust svörin eins og myndin hér að neðan sýnir.
Mikilvægt er að hjólreiðamenn taki fullt tillit til gangandi vegfarenda á blönduðum stígum enda eru reiðhjól gestir á göngustígunum.
Einnig er mikilvægt að hjólreiðamenn noti bjölluna til að láta vita af sér því þá gefst öðrum sem nota stígana tækifæri á að víkja.







Spurning dagsins 11.maí 2012
Spurning: Er samgöngusamningur í boði á þínum vinnustað?

Alls voru 218 sem svöruðu spurningunni og má sjá hvernig svörin skiptust á myndinn hér að neðan.
Samgöngusamningar eru samningar sem vinnustaðir gera við starfsmenn sína og felast í því að t.d. borgi vinnuveitandinn starfsmanna sínum andvirði strætókorts á mánuði ef starfsmaðurinn skuldbindur sig til að nýta sér virkan ferðmaáta til og frá vinnu.
Í fáum orðum snúast samningarnir um það að starfsmaðurinn skuldbindur sig til að nota virkan ferðamáta og fær þá eitthvað í staðinn frá vinnuveitandanum sem þarf þá ekki að greiða fyrir bílastæði fyrir viðkomandi starfsmanna.









Spurning dagsins 14. maí 2012
Spurning: Þekkir þú muninn á ríkjandi og víkjandi stöðu reiðhjólsins á akrein?

Alls voru 157 sem svöruðu og skiptust svörin eins og sést á myndinni hér að neðan. Rétt rúmlega meirihlutinn telur si þekkja muninn á ríkjandi og víkjandi stöðu reiðhjóls á akrein. Inn á vef Íslenska Fjallahjólaklúbbsins má nálgast upplýsingar um samgönguhjólreiðar og þar er farið vel yfir muninn á ríkjandi og víkjandi stöðu reiðhjóls á akrein. Með því að smella hér má komast beint inná þá síðu.









Spurning dagsins 15. maí
Spurning: Ert þú með réttan loftþrýsting í dekkjunum?

Alls voru 234 sem svöruðu spurningunni og skiptust svörin eins og sést á myndinn hér fyrir neðan.
Á lang flestum dekkjum stendur hversu mikill loftþrýstingurinn á að vera. Algengt fyrir fjallahjól er þrýstingurinn 40 - 60 og svo hærri eftir því sem dekkin eru mjórri. Ótvíræður kostur fylgir því að hjóla á vel pumpuðum dekkjum; hraðari yfirferð og minna álag á vöðva.




















Spurning dagsins 16. maí
Spurning: Hvoru megin á hjólreiðamaður að taka framúr á stíg og götu?

Alls voru 275 sem svöruðu spurningunni og má sjá hvernig svörin skiptust hér að neðan.
Á göngustígum eru umferðarreglur mjög óljósar þar sem margir mismunandi hópar nýta stígana í margvíslegum tilgangi.
Mælst er til þess að vegfarendur víki til hægri og hjólreiðamaður taki þá framúr vinstra megin.
Á umferðargötum skal að öllu jöfnu fara fram úr vinstra megin. Reiðhjólum er samt leyfilegt að fara framúr vélknúnum ökutækjum hægra megin en það þarf að gerast með varúð.









Spurning dagsins 18. maí
Spurning: Komst þú við í kaffitjöldum Hjólað í vinnuna miðvikudaginn 16. maí?

Alls voru 223 sem svöruðu spurningunni og má sjá hvernig svörin skiptust hér að neðan.
Kaffitjöld Hjólað í vinnuna voru í boði á 5 stöðum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 16. maí þar sem þátttakendur gátu hjólað við og þegið ljúffengt kaffi frá Kaffitár, Egils Kristal frá Ölgerðinni og fengið minniháttar lagningu á hjólinu frá Reiðhjólaversluninni Erninum.
Boðið var uppá kaffitjald á Selfossi laugardaginn 19. maí og í þessari viku verður boðið uppá tjöld á Akureyri 21. maí og Dalvík og Fjallabyggð 23. maí.









Spurning dagsins 21.maí
Spurning: Er sturtuaðstaða á þínum vinnustað?

Alls voru 373 sem svöruðu og má sjá hvernig svörin skiptust hér fyrir neðan.
Margir setja það fyrir sig að hjóla ef það er ekki sturtuaðstaða á vinnustaðnum, sérstaklega þeir sem koma langt að.
Inn á síðunni "Hjólaðu maður" eru nokkrar skemmtilegar dæmisögur um hvernig einstaklingar snyrta sig fyrir vinnuna, en þeir hjóla allir mismunandi langar vegalengdir.








Spurning dagsins 22. maí
Spurning: Notar þú hjálm?

Alls voru 430 sem svöruðu spurningunni og má sjá hvernig svörin skiptust hér að neðan.
Af þessu sést að mikill meirihluti þeirra sem svaraði spurningunni notast við hjálm þegar hjólað er. Þess ber að geta að börn yngri en 15 ára ber skylda til að nota hjálma.
15 ára og eldri er ráðlagt að nota hjálm þegar hjólað er þar sem hjálmurinn getur komið í veg fyrir alvarlega höfuðmeiðsli ef slys verður.
Þess ber þó að geta að hjálmar koma ekki í veg fyrir slysin og því mikilvægt að allir í umferðinni, hjólreiðamenn, ökumenn og gangandi vegfarendur, séu vakandi og fari varlega í umferðinni. Sýnum tillitsemi :)



















Spurning dagins 23. maí
Spurning: Hvaða hjólavefsíða finnst þér áhugaverðust?

Alls voru 60 sem svöruðu spurningunni og má sjá hvernig svörin skiptust hér að neðan.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn: Klúbburinn samanstendur af breiðum hópi fólks sem hefur hjólreiðamenningu sem áhugamál, vill auka veg reiðhjólsins sem samgöngutækis og vinnur að bættir aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna. Markmiðið er að fá sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli og komast í náið samband við móður náttúru, takast á við hana, skilja hana og virða.

Landssamtök hjólreiðamanna: LHM eru regnhlífasamtök hjólreiðafélaga á Íslandi og beitir sér fyrir hagsmunum alls hjólreiðafólks. Markmið samtakanna er að efla hjólreiðar af öllum toga á Íslandi. Einnig leggja samtökin áherslu á að bæta samgöngukerfi fyrir hjólreiðafólk, auka öryggi þeirra í umferðinni og að hjólreiðar séu kynntar sem samgöngumáti.

Hjólreiðafélag Reykjavíkur: er íþróttafélag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur. Markmið HFR er að efla hjólreiðar sem íþrótt á Íslandi. Félagið stendur fyrir keppnum bæði á fjalla- og götuhjólum, auk þess sem á vegum félagsins eru stundaðar æfingar reglulega.

Hjólafærni á Íslandi: starfar sem fræðasetur um samgönguhjólreiðar og vinnur með fræðslu að eflingu samgönguhjólreiða á Íslandi. Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og var fyrst kynnt á Íslandi í samgönguviku árið 2007.









Spurning dagsins 25. maí
Spurning: Hvað eru margir bílar á þínu heimili?

Alls voru 293 sem svöruðu spurningunni og hér fyrir neðan má sjá hvernig svörin skiptust.
Samkvæmt Hagstofunni voru árið 2010 skráðir 206.652 fólksbílar.
Það gerir 643,8 fólksbíla á hverja 1000 íbúa eða 1,6 íbúa á hvern fólksbíl.
Skráðum bílum hefur því fækkað milli 2009 og 2010, en fjöldi fólksbíla á hverja 1000 íbúa hækkað um 0,6 og fjöldi íbúa á hvern fólksbíl stendur í stað.








Spurning dagsins 25. maí
Spurning: Hjólar þú allt árið?

Alls voru 236 sem svöruðu spurningunni og má sjá hér að neðan hvernig svörin skiptust.